Söng- og leikkonan Jennifer Lopez hefur nú slegist í hóp þeirra Hollywoodstjarna sem hafa lýst hrifningu sinni á hjónunum Victoriu og David Beckham og fagnað væntanlegum flutningi þeirra til Kaliforníu. Þetta kemur fram á fréttavef Ananova.
„Við hittumst í boði og Victoria virtist mjög jarðbundin. Marc og David eru líka mjög góðir vinir og þeir tala mikið saman í síma. Þau eru dásamleg fjölskylda,” sagði hún nýlega í viðtali við blaðið Daily Mirror