Vic Fearn & Co. eru líkkistusmiðir á Bretlandi sem sérhæfa sig í sérsmíðuðum líkkistum. Richard Mullard er einn af viðskiptavinum þeirra sem hefur beðið um svokallaða þemakistu. Hann hlær við tilhugsunina um eigin útför því hann ætlar að láta jarða sig með skíðin spennt á sig í kistu sem er í laginu eins og snjósleði.
Mullard sagði í samtali við AP fréttastofuna að ástæðan fyrir þessu þema í fyrirhugaðri jarðarför væri að hann hefði farið margar ferðir á norður fyrir heimskautsbaug og að hann hefði fyrir tíu árum ákveðið að láta jarða sig í kistu sem líktist sleða sem hann notaði í þeim ferðum.
Vic Fearn & Co segjast gera kistur eftir pöntun og að málin hafi einfaldlega þróast þannig að nú gera þeir að meðaltali eina þemakistu á mánuði. Hjá þeim hafa hingað til verið pantaðar kistur sem líta út eins og bleikur ballettskór, tappatogari og íþróttataska hönnuð af Luis Vutton, egg og hjólabretti.
Þeir byrjuðu á þessu fyrir um tíu árum þegar þeir fengu pöntun um kistu sem líktist flugstjórnarklefa Spitfire flugvélar úr seinni heimstyrjöldinni og í kjölfarið vildu viðskiptavinir láta smíða utanum sig kistur sem líktust dýrum bifreiðum eins og Rolls Royce og Ferrari og kostar hver kista á bilinu 450 til 650 þúsund krónur.