Shilpa Shetty sökuð um kynþáttafordóma

Shilpa Shetty.
Shilpa Shetty. AP

Indverska kvikmyndaleikkonan Shilpa Shetty, sem nýlega sigraði í breska raunveruleikasjónvarpsþættinum Stóra bróður (Big Brother) hefur verið sökuð um kynþáttafordóma en meintir kynþáttafordómar annarra þátttakenda í þættinum í hennar garð vöktu heimsathygli. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Nú hefur verið birt myndbrot úr gamanþætti sem Shetty stjórnaði á Indlandi árið 2004, þar sem hún sést hlæja að leikara sem hefur verið málaður svartur í andliti og ber stóra Afró-hárkollu. Er myndbrotið byggt á þáttunum Black and White Minstrel Show sem sýndir voru í breska sjónvarpinu en það hætti útsendingu á þáttunum árið 1978.

Eroll Walters, formaður samtakanna Black Londoner's Forum, segir í samtali við breska blaðið Daily Star að myndbrotið sé smekklaust og særandi. „Við erum ekki á móti háðsádeilum en þessar hugmyndir eru algerleg úr takt við tímann. Þetta er mjög móðgangi og mun reita svarta til reiði,” segir hann.

„Kannski það sé Shetty sjálf sem er haldin kynþáttafordómum úr því hún gerði grín að blökkumönnum í sjónvarpsþætti sínum,” segir pistlahöfundurinn Jaye Williamson.

Sjálf fór Shilpa í helgarferð til Indlands um síðustu helgi og ýtti ferð hennar undir sögusagnir um að hún eigi í ástarsambandi við kvikmyndagerðarmanninn Anubhav Sinha.

Einnig hefur verið greint frá því að hún hafi fengið atvinnuleyfi sitt í Bretlandi framlengt fyrir milligöngu þingmannsins Keith Vaz. „Eftir að hafa borið kynþáttafordómamálið fyrstur upp á breska þinginu og síðan hitt hana var það mér ánægja að mæla með því að umsókn hennar um framlengingu atvinnuleyfis yrði samþykkt,” segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir