The Police í tónleikaferð um heiminn

Breska hljómsveitin The Police tilkynnti í kvöld, að hún væri að undirbúa tónleikaferð um heiminn. The Police hætti fyrir 23 árum en kom aftur saman í gærkvöldi þegar Grammy-verðlaunin voru afhent og fluttu lagið Roxanne.

Fyrstu tónleikarnir verða í Vancouver í Kanada í maí en hljómsveitin mun einnig m.a. koma fram í Boston og Madison Square Garden í New York. Sveitin mun einnig halda tónleika í Bretlandi og víðar í Evrópu í haust, þar á meðal í Hollandi, Þýskalandi, Ítalíu og Frakklandi.

Sting, söngvari The Police, sagði á blaðamannafundi Los Angeles, að hann ætlaði að hreinsa andrúmsloftið. „Við erum að fara í tónleikaferð," sagði hann. „Við skemmtum okkur svo vel í gærkvöldi, að og því datt okkur í hug að sækja nokkur lög inn í skáp og æfa þau."

The Police átti nokkra smelli í kringum 1980, þar á meðal Every Breath You Take, Message In A Bottle, Don't Stand So Close To Me og Every Little Thing She Does Is Magic.

The Police á æfingu í klúbbnum Whisky a Go Go …
The Police á æfingu í klúbbnum Whisky a Go Go í Hollywood í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach