Anna Nicole í faðmlögum við ráðherra

Forsíða The Tribune í gær.
Forsíða The Tribune í gær. AP

Birtar hafa verið myndir af bandarísku fyrirsætunni Anna Nicole Smith, sem lést í síðustu viku, í faðmlögum við Shane Gibson, ráðherra innflytjendamála á Bahamaeyjum. Anna Nicole var búsett á eyjunum síðustu mánuði ævi sinnar og þótti dvöl hennar þar brjóta í bága við innflytjendastefnu landsins. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Myndirnar eru birtar í blaðinu The Tribune og bera vitni um náin kynni Önnu Nicole og Gibson. Þau eru bæði fullklædd á þeim en á tveimur þeirra sitja þau í faðmlögum á rúmi.

Shane Gibson, hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að veita Önnu Nicole varanlegt dvalarleyfi á eyjunum, m.a. af samflokksmönnum sínum, sem óttast að framkoma hans hafi áhrif á gengi flokksins í yfirstandandi kosningum.

Áður hafði verið greint frá því að fimm mánaða gömul dóttir Önnu Nicole hafi verið í umsjá móður hans er fyrirsætan lést.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup