Jennifer Hudson brýtur blað í sögu Vogue

Jennifer Hudson fer með eitt aðalhlutverka í kvikmyndinni Dreamgirls sem …
Jennifer Hudson fer með eitt aðalhlutverka í kvikmyndinni Dreamgirls sem notið hefur mikilla vinsælda. Reuters

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson mun brjóta blað í sögu bandaríska tískutímaritsins Vogue þegar hún mun birtast á forsíðu blaðsins í næsta mánuði, en hún verður þá fyrsta þeldökka söngkonan sem mun prýða forsíðuna. Hudson, sem hefur slegið í gegn í kvikmyndinni Dreamgirls, mun vera á forsíðu svokallaðs „Power Issue“ blaðs í mars.

Hudson mun feta fótspor sjónvarpskonunnar Opruh Winfrey og leikkonunnar Halle Berry og verða aðeins þriðja þeldökka stjarnan sem prýða mun forsíðu tímaritsins, sem margir vilja kalla Biblíu tískuheimsins. En sem fyrr segir verður Hudson fyrsta söngkonan af afrísku bergi brotnu sem prýða mun forsíðuna þótt ótrúlegt megi virðast.

Það er ljósmyndarinn Annie Leibovitz sem tók myndina af Hudson í Apollo-leikhúsinu í Harlem í New York.

„Power Issue“ blaðið er stærsta blað ársins og það ríkir ávallt töluverð eftirvænting eftir því, en á síðum blaðsins er m.a. að finna yfirlit yfir vortískuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir