LA endurnýjar samning við Magnús Geir Þórðarson

Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar.
Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stjórn Leikfélags Akureyrar hefur endurnýjað ráðningarsamning félagsins við Magnús Geir Þórðarson leikhússtjóra sem stýrt hefur leikhúsinu síðustu þrjú árin. Nýi samningurinn gildir frá 1. apríl 2007 til jafnlengdar 2010.

Í tilkynningu frá LA er haft eftir stjórnarformanni LA að það sé stjórn félagsins mikils virði að gera þennan samning við Magnús Geir, segir Sigmundur Ernir Rúnarsson stjórnarformaður LA.

Á síðasta leikári voru gestir leikhússins yfir 45 þúsund sem er mesta aðsókn á einu ári í sögu félagsins. Sýningar þessa leikárs hafa einnig notið mikilla vinsælda og er þegar orðið ljóst að það verður meðal þeirra allra bestu í sögu leikhússins, samkvæmt fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar