Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole

Anna Nicole Smith í febrúar í fyrra.
Anna Nicole Smith í febrúar í fyrra. AP

Bandarísku samtökin The Media Watchdog Group sem sögð eru sinna sjálfskipuðu eftirliti með bandarískum fjölmiðlum eru sögð hafa gagnrýnt 24 stærstu fréttastofurnar þar í landi fyrir ófullnægjandi fréttaflutning af andláti fyrirsætunnar og leikkonunnar Anna Nicole Smith fyrstu 72 klukkustundirnar eftir lát hennar. Þetta kemur fram á fréttavefnum The Borowitz Report.

Carol Foyler, sem sögð er talskona samtakanna, sagði á blaðamannafundi í Washington að fréttastofurnar virtust ekki hafa gert sér grein fyrir því hversu mikill áhugi væri á málinu og hversu mikil áhrif dauði Önnu Nicole hefði haft á þjóðina. „Í stað þess að segja stöðugar fréttir af málinu gerðu fréttastofurnar stundum hlé á umfjöllun sinni sekúndum saman til að segja fréttir frá Írak,” sagði hún. „Fyrir þjóð sem var að takast á við missi var þetta eins og að snúa hnífnum í sárinu."

Þá er Jon Klein, yfirmaður fréttastofu CNN í Atlanta, þegar sagður hafa beðist afsökunar á lélegum fréttaflutningi stöðvarinnar af málinu sem best megi lýst með því að „hún hafi misst boltann.”

„Ég fór yfir umfjöllun okkar um andlát Önnu Nicole Smith og sá að án viðvörunar var klippt á hana til að sýna frétt frá Darfur,” er haft eftir honum. „Ég get fullvissað ykkur um það að slíkt mun ekki gerast aftur. Ekki á minni vakt.”

Þá er haft eftir honum að í náinni framtíð munu 29 til 30 myndbrot af Önnu Nicole Smith sjást í þætti Wolf Blitzer 'The Situation Room' auk myndbrota af „brjáluðu geimfarastelpunni.”

Fréttavefurinn The Borowitz Report er ádeiluvefur og þar er Carol Foyler oft nefnd sem talskona tilbúinna samtaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar