Járnfrúin ætlar að rokka á Indlandi í fyrsta sinn

Bruce Dickinson söngvari Iron Maiden sést hér syngja fyrir Íslendinga …
Bruce Dickinson söngvari Iron Maiden sést hér syngja fyrir Íslendinga þegar sveitin heimsótti Íslendinga um árið. mbl.is/Þorkell

Bresku þungarokkararnir í Iron Maiden hyggjast halda tónleika í hallargarði í Bangalore, en þetta yrðu fyrstu tónleikar sveitarinnar á Indlandi. Tónleikarnir eiga að fara fram þann 17. mars nk. og að sögn hljómplötuútgefandans EMI verður þetta í fyrsta sinn sem fræg þungarokkshljómsveit heldur tónleika í landinu.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1975 og nýjasta plata hennar náði öðru sæti indverska hljómplötulistans.

Iron Maiden hefur staðfest að hljómsveitin muni halda 12 tónleika í mars og júní, þeir munu m.a. spila á Eyðimerkurrokkhátíðinni í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 9. mars.

Þá munu þeir félaga spila á Download hátíðinni í Donington Park á Englandi og á Fields of Rock hátíðinni í Zwolle í Hollandi, en báðir þessir tónleikar verða haldnir í júní.

„Það er okkur afar kært að geta spila fyrir nýja aðdáendur í löndum sem við höfum aldrei komið til áður,“ sagði söngvari Iron Maiden Bruce Dickinson.

„Við höfum heyrt að indversku aðdáendurnir séu afar háværir og fíli þungarokkið í botn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka