Járnfrúin ætlar að rokka á Indlandi í fyrsta sinn

Bruce Dickinson söngvari Iron Maiden sést hér syngja fyrir Íslendinga …
Bruce Dickinson söngvari Iron Maiden sést hér syngja fyrir Íslendinga þegar sveitin heimsótti Íslendinga um árið. mbl.is/Þorkell

Bresku þungarokkararnir í Iron Maiden hyggjast halda tónleika í hallargarði í Bangalore, en þetta yrðu fyrstu tónleikar sveitarinnar á Indlandi. Tónleikarnir eiga að fara fram þann 17. mars nk. og að sögn hljómplötuútgefandans EMI verður þetta í fyrsta sinn sem fræg þungarokkshljómsveit heldur tónleika í landinu.

Hljómsveitin var stofnuð árið 1975 og nýjasta plata hennar náði öðru sæti indverska hljómplötulistans.

Iron Maiden hefur staðfest að hljómsveitin muni halda 12 tónleika í mars og júní, þeir munu m.a. spila á Eyðimerkurrokkhátíðinni í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 9. mars.

Þá munu þeir félaga spila á Download hátíðinni í Donington Park á Englandi og á Fields of Rock hátíðinni í Zwolle í Hollandi, en báðir þessir tónleikar verða haldnir í júní.

„Það er okkur afar kært að geta spila fyrir nýja aðdáendur í löndum sem við höfum aldrei komið til áður,“ sagði söngvari Iron Maiden Bruce Dickinson.

„Við höfum heyrt að indversku aðdáendurnir séu afar háværir og fíli þungarokkið í botn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir