Lífvörðurinn kann að vera barnsfaðir Önnu Nicole

"Anna við elskum þig alla tíð," segir á spjaldinu. Minnig um Önnu Nicole fyrir utan skrifstofu réttarmeinafræðings í Flórída. AP

Fyrr­ver­andi líf­vörður Önnu Nicole Smith hef­ur nú bæst í hóp þeirra manna sem kunna að vera faðir Dannielynn, fimm mánaða gam­all­ar dótt­ur Önnu.

Líf­vörður­inn, Al­ex­and­er Denk, seg­ist hafa átt í ástar­sam­bandi við Önnu í tvö ár, og á þeim tíma hafi hún gráðbeðið sig um að stofna með sér fjöl­skyldu.

Denk sagði í viðtali við banda­ríska sjón­varpsþátt­inn Extra að það hafi kviknað til­finn­ing­ar á milli þeirra frá fyrstu stundu.

„Hún var ynd­is­leg, viðkvæm og til­finn­inga­næm kona. Hún kunni svo sann­ar­lega að kyssa. Hún sagði við mig að hún vildi eign­ast börn með mér. Það er alltaf sá mögu­leiki að ég sé faðir Dannielynn,“ sagði Denk.

Denk hitti Önnu fyrst þegar hann vann við sjón­varpsþátt henn­ar, The Anna Nicole Show. Hann greindi frá því í viðtal­inu að því hafi alltaf verið haldið leyndu að hún hafi þjáðst af lífs­hættu­leg­um flog­um sem kunni að hafa valdið dauða henn­ar.

„Hún trúði mér fyr­ir öllu sem eng­inn ann­ar fékk að vita. Ég vissi að hún átti við al­var­leg vanda­mál að etja þegar ég talaði við hana fyr­ir hálf­um mánuði. Hún var búin að fá nóg af því að vera upp­nefnd. All­ir voru að skamma hana og niður­lægja hana og fara í mál við hana.“

Þegar Denk var spurður hvort hann teldi að lyf hafi átt þátt í að draga hana til dauða sagði hann: „Ég held ekki. Ég held að hún hafi verið gjör­sam­lega úr­vinda. Aum­ingja Anna, ég vona að hún finni frið, hvar sem hún er núna.“

Nú koma fimm menn til greina sem mögu­leg­ir feður Dannielynn: Í fyrsta lagi fyrr­ver­andi eig­inmaður Önnu, J. How­ard Mars­hall; lögmaður henn­ar og sam­býl­ismaður, How­ard K. Stern; eig­inmaður Zsa Zsa Ga­bor, Frederic von An­halt prins; ljós­mynd­ar­inn Larry Birk­head; og líf­vörður­inn fyrr­ver­andi, Al­ex­and­er Denk.

Birk­head höfðaði mál og krafðist þess að Dannielynn geng­ist und­ir faðern­is­próf. Hann sagði í viðtali við dag­blaðið New York Daily News: „Mér þykir leitt að ég skyldi ekki geta bjargað þeim. Ég reyndi það. Ég gætti henn­ar til að tryggja að ekk­ert kæmi fyr­ir hana, og mér var eig­in­lega bara ýtt til hliðar. Ég fékk engu ráðið um hvað hún eða aðrir í kring­um hana gerðu.“

Vin­ur Birk­heads seg­ir að hann hafi sett henni úr­slita­kosti til að reyna að hjálpa henni að hætta að taka lyf. Hann hafi sagt henni að ef hún breytti ekki um lifnaðar­hætti myndi hann fara fram á for­ræði yfir barn­inu. Þá hafi hún flúið til Bahama­eyja.

Sá sem úr­sk­urðaður verður faðir Dannielynn fær yf­ir­ráð yfir dán­ar­búi Önnu Nicole og þeim 32 millj­örðum króna sem hún kann að fá í arf frá Mars­hall.

Fjölmiðlafólk á vakt fyrir utan húsið sem Anna bjó í …
Fjöl­miðlafólk á vakt fyr­ir utan húsið sem Anna bjó í á Bahama­eyj­um. AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta rólegrar stundar með sjálfum þér í dag. Kímnigáfa þín mun kitla hláturtaugar þeirra sem í kringum þig eru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka