Áfrýjunardómstóll í Flórída í Bandaríkjunum úrskurðaði í dag að lík Önnu Nicole Smith skuli varðveitt til DNA-prófunar í faðernismáli sem höfðað hefur verið vegna fimm mánaða dóttur hennar, Dannielynn.
Dómari varð við beiðni lögmanna ljósmyndarans Larrys Birkheads, sem kveðst vera faðir stúlkunnar.
Daginn eftir að Anna Nicole lést lagði Birkhead fram erindi við dómstólinn í Flórída þess efnis að dómsúrskurði sem felldur var í Kaliforníu um DNA-faðernispróf yrði framfylgt í Flórída.
Nancy Hass, lögmaður Birkheads, sagði að þau óttuðust að ef yfirvöld í Flórída létu líkið af hendi og það yrði flutt þaðan yrði ekki hægt að fá ótvíræða niðurstöðu um faðerni Dannielynn.
Alls hafa fimm menn verið nefndir sem hugsanlegir feður stúlkunnar. Howard K. Stern, fyrrverandi lögmaður Önnu Nicole og sambýlismaður, hefur einnig sagst vera faðir Dannielynn,