Pete Doherty sviptur ökuleyfi

Pete Doherty er kunnugur breskum dómsölum
Pete Doherty er kunnugur breskum dómsölum Reuters

Tónlistarmaðurinn Pete Doherty hefur enn eina ferðina verið dæmdur fyrir breskum dómstólum, en það sem helst þykir merkilegt við það er að alræmd fíkniefnaneysla hans kom þar hvergi nærri. Doherty hefur misst ökuleyfið í tvo mánuði fyrir að hafa ekið án ökuskírteinis og ótryggður.

Doherty var stöðvaður vegna ógætilegs ökulags í nóvember á síðasta ári og hafði þá ekki ökuskírteini sitt meðferðis, síðar kom svo í ljós að bifreið hans var ótryggð. Missir Doherty því ökuleyfið í tvo mánuði og þarf auk þess að greiða 300 punda sekt. Þá varaði dómarinn við því að hann gæti átt á hættu að enda í fangelsi ef hann endurtæki athæfið.

Sean Curran, lögmaður Doherty segir skjólstæðing sinn hins vegar ekki eiga sök á því að bifreiðin var ótryggð þar sem Doherty hafi beðið umboðsmenn sína um að sjá um að tryggja bifreiðina, en að það hafi hins vegar ekki verið gert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan