Átján ára fyrirsæta lést í Úrúgvæ

Hin átján ára Eliana Ramos, sem lést í Úrúgvæ á …
Hin átján ára Eliana Ramos, sem lést í Úrúgvæ á þriðjudag. AP

Fyrirsætan Eliana Ramos, frá Úrúgvæ, lést á þriðjudag átján ára að aldri, en 22 ára systir hennar Luisel lést á sýningarpalli í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, í ágúst á síðast ári og kom dauði hennar af stað mikilli umræðu um holdafar fyrirsætna. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Skömmu eftir dauða Luisel lést brasilíska fyrirsætan Ana Carolina Reston eftir að hún fór í strangan megrunarkúr og leiddu umræðurnar sem fylgdu í kjölfar dauða þeirra til þess að ofurgrönnum fyrirsætum var meinuð þátttaka í tískuvikunum í Madríd og Mílano.

Læknaskýrslur Eliana Ramos hafa ekki verið birtar en dómari segir hana hafa látist eftir hjartaáfall líkt og systir hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar