Danskir fjölmiðlar hrósa íslenskri tónlist

Pétur Ben á Iceland Airwaves á síðasta ári
Pétur Ben á Iceland Airwaves á síðasta ári mbl.is/Árni Torfason

Danskir fjölmiðlar fara þessa dagana fögrum orðum um íslenska tónlist, og hrósa sérstaklega útgáfufyrirtækinu 12 tónum fyrir áhugaverða útgáfu. Kallar danska tímaritið Gaffa m.a. geislaplötu Skúla Sverrissonar kvikmyndalega hljóðmynd sem hrífi eyrun og gefur henni fjórar stjörnur af sex mögulegum.

Lost in Hildurness (Hildur Guðnadóttir) fær sömu einkunn hjá Gaffa, sem segir að sá hlustandi sem ekki hrífist að sellóleik hennar hljóti að vera gerður úr hraungrjóti.

Gaffa hrífst ekki eins af tónlist Péturs Ben, gefur tónleikum hans í tónleikasalnum Loppen í Kristjaníu í síðustu viku aðeins þrjár stjörnur og segir hann ekki jafn tilraunakenndan og kraftmikinn og listamenn á borð við Björku, Sigur Rós og Mugison.

Tímaritið Diskant er hins vegar á öðru máli og gefur tónleikunum 9 stig af 10 mögulegum. Gagnrýnandi þar segir tónlist Péturs persónulega með undarlegum íslenskum hljómi sem skapi stemningu vetrar, myrkurs og innileika.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar