Ferðamönnum boðið að hitta mannætuna Hannibal

Gaspard Ulliel leikur Hannibal Lecter í nýjustu myndinni um mannætuna.
Gaspard Ulliel leikur Hannibal Lecter í nýjustu myndinni um mannætuna. Reuters

Litháensk ferðaskrifstofa býður nú upp á allsérstakan valkost, að hitta mannætuna Hannibal Lecter. Hannibal er sköpunarverk rithöfundarins Thomas Harris og hafa nokkrar kvikmyndir verið gerðar upp úr sögum hans af mannætunni.

Nýjasta skáldsaga Harris um Hannibal, Hannibal Rising, hefur nú einnig verið kvikmynduð og er sögusvið hennar Vilníus, höfuðborg Litháen. Ferðaskrifstofan Saules kelias býður nú upp á þemaferð til borgarinnar tengda Hannibal. „Við vonumst til þess að ferðamenn vilji heimsækja ættjörð Lecters,“ segir forstöðumaður ferðaskrifstofunnar, Aurimas Jukna.

Meðal þess sem boðið verður upp á í Hannibalsferðinni er „Hannibalsveisla“ og að hitta Lecter sjálfan. Ferðin kostar 100 evrur. Í sögu Harris af æskuárum Lecters er sagt frá því þegar systir hans er myrt og étin af hermönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Það áfall er rótin að því að Lecter verður morðingi og mannæta. Reuters segir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup