Lík Önnu Nicole varðveitt á Flórída um sinn

Lögmenn deiluaðila funda með dómaranum (t.v.)
Lögmenn deiluaðila funda með dómaranum (t.v.) AP

Jarðneskar leifar Önnu Nicole Smith verða varðveittar á Flórída um sinn, samkvæmt úrskurði dómara þar, en að minnsta kosti þrír deila um forræði yfir þeim.

„Ég ræð því hvað verður um líkið núna,“ sagði Larry Seidlin, dómari við áfrýjunardómstól í Flórída eftir fund með lögmönnum deiluaðila í gær. Annar slíkur fundur hefur verið boðaður í dag.

Fyrrverandi sambýlismaður Önnu, Howard K. Stern, og móðir hennar, Vergie Arthur, vilja bæði fá forræði yfir jarðneskum leifum hennar. Ljósmyndarinn Larry Birkhead, sem kveðst vera faðir fimm mánaða dóttur Önnu, Dannielynn, vonast til að DNA-sýni úr líkinu sanni mál sitt.

Dómarinn sagði að það kynni að taka langan tíma að skera úr deilunni. „Við höldum fundi - eins marga fundi og til þarf. Þetta er bara upphitun.“

Stern segist sjálfur hafa með höndum að framfylgja erfðaskrá Önnu, og vill að hún verði grafin við hlið sonar hennar á Bahamaeyjum. Móðir hennar vill að hún verði grafin í Texas, þar sem hún fæddist og ólst upp.

Lík Önnu er nú varðveitt hjá réttarlækni Broward-sýslu á Flórída, og Seidlin sagði að þar yrði það uns hann hefði kveðið upp úrskurð

Anna var 39 ára, hún lést sl. fimmtudag á hóteli á Flórída. Hún var ekkja olíuauðjöfursins Howards Marshalls frá Texas, en hún giftist honum 1994 þegar hann var 89 ára og hún 26 ára. Hann lést 1995 og síðan hafði Anna átt í deilum við fjölskyldu hans um auðinn sem hann lét eftir sig.

Einnig standa deilur um forræði yfir Dannielynn, sem núna er á Bahamaeyjum. Hefur dómari þar gefið út tilskipun um að ekki verði farið með barnið úr landi fyrr en forræðismálið er leyst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar