Leikstjórinn og leikarinn Clint Eastwood mun á morgun hljóta frönsku heiðursorðuna úr hendi forseta Frakklands, Jaques Chirac. Orðan er æðsti heiður sem einstaklingi getur hlotnast þar í landi.
Afhendingin fer fram við hátíðlega athöfn í Elysee-höllinni kl. 10.30 í fyrramálið. Eastwood er orðinn 76 ára en í fullu fjöri og leikstýrði tveimur kvikmyndum í fyrra, en báðar fjalla um bardagann við Iwo Jima í seinni heimsstyrjöldinni.