Nýjasta æðið í Peking í Kína er að borða á myrkvuðum veitingastað. Veitingastaðurinn er á vinsælum stað í borginni og verða gestir að þreifa eftir þjónunum. Það hefur komið fyrir að menn missa matinn yfir sig og menn verða að treysta því að fá það sem þeir pöntuðu, og þá bragðlaukunum en ekki sjóninni. Þjónarnir ganga um með sérstaka nætursjónauka.
Veitingastaðurinn er sá fyrsti myrkvaði í Kína. Einn gesta segir í samtali við Reuters að fólki líði vel í myrkrinu, það finni til samkenndar og slaki á enda þörf á í nútímasamfélagi. Bannað er að nota vasaljós, ljós í farsímum eða aðra ljósgjafa inni á veitingastaðnum. Til stendur að opna fleiri slíka veitingastaði víða um Kína.