Kínverska ríkið gefur plötuna út

Magnús, KK og Óttar
Magnús, KK og Óttar mbl.is/RAX

Tónlistarmennirnir Kristján Kristjánsson og Magnús Eiríksson eru á leið til Kína þar sem þeir munu taka upp þriðju og síðustu „ferðalagaplötuna". Platan verður gefin út í Kína af ríkisreknu fyrirtæki sem nefnist Shanghai Audio and Video Publishing House. Í kjölfarið munu þeir KK og Maggi svo halda tónleika í miðborg Sjanghæ. Óttar Felix Hauksson hefur veg og vanda af verkefninu. „Mér tókst að opna dyrnar fyrir íslenska listamenn þegar ég var að gera samninga um útgáfu á Robertino í Kína, og hef verið iðinn við að kynna íslenska tónlist þar," segir Óttar, sem skrifaði nýverið undir samning um dreifingu á plötum Robertino í Benelux-löndunum, Þýskalandi, Austurríki og Sviss.

Fyrsta íslenska platan kom út í Kína fyrir skömmu en þar var um að ræða plötu með Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar & Jóels Pálssonar. Að sögn Óttars eru fjölmörg sóknarfæri á kínverskum tónlistarmarkaði sem vex með ógnarhraða.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir