Paris Hilton þreytt á óperudansleik í Vín

Paris Hilton brosir til ljósmyndara
Paris Hilton brosir til ljósmyndara Reuters

Svo virðist sem hótelerfingjanum Paris Hilton hafi leiðst hræðilega á óperudansleik í Vín í gærkvöldi. Að minnsta kosti geispaði hún stöðugt og lét lítið fara fyrir sér á dansgólfinu.

Bein útsending var frá dansleiknum sem er einn aðalviðburðurinn í samkvæmislífi Vínarborgar í Austurríki.

Þegar prúðbúið fólk streymdi inn í salinn sást til Parisar þar sem hún hvíldi höfuðið í höndum sér. Þess á milli fletti hún dagskránni og fiktaði við farsímann.

Hilton var gestur Richard Lugner, sem er mjög áberandi í fasteignaviðskiptum í Austurríki, en hann hefur þann sið að bjóða frægum konum með sér á dansleikinn. Meðal fylgdarmeyja hans undanfarin ár eru: Geri Halliwell, Pamela Anderson og Carmen Electra.

Í dag ætlar Hilton að fara á skíði í Ischgl og um leið fagna 26 ára afmælinu.

Paris Hilton á óperudansleiknum í Vín í gærkvöldi
Paris Hilton á óperudansleiknum í Vín í gærkvöldi Reuters
Paris Hilton reyndi að sýna af sér kæti er hún …
Paris Hilton reyndi að sýna af sér kæti er hún mætti á dansleikinn. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar