Paris Hilton þreytt á óperudansleik í Vín

Paris Hilton brosir til ljósmyndara
Paris Hilton brosir til ljósmyndara Reuters

Svo virðist sem hót­elerf­ingj­an­um Par­is Hilt­on hafi leiðst hræðilega á óperu­dans­leik í Vín í gær­kvöldi. Að minnsta kosti geispaði hún stöðugt og lét lítið fara fyr­ir sér á dans­gólf­inu.

Bein út­send­ing var frá dans­leikn­um sem er einn aðalviðburður­inn í sam­kvæm­is­lífi Vín­ar­borg­ar í Aust­ur­ríki.

Þegar prúðbúið fólk streymdi inn í sal­inn sást til Paris­ar þar sem hún hvíldi höfuðið í hönd­um sér. Þess á milli fletti hún dag­skránni og fiktaði við farsím­ann.

Hilt­on var gest­ur Rich­ard Lugner, sem er mjög áber­andi í fast­eignaviðskipt­um í Aust­ur­ríki, en hann hef­ur þann sið að bjóða fræg­um kon­um með sér á dans­leik­inn. Meðal fylgd­ar­meyja hans und­an­far­in ár eru: Geri Halliwell, Pamela And­er­son og Car­men Electra.

Í dag ætl­ar Hilt­on að fara á skíði í Ischgl og um leið fagna 26 ára af­mæl­inu.

Paris Hilton á óperudansleiknum í Vín í gærkvöldi
Par­is Hilt­on á óperu­dans­leikn­um í Vín í gær­kvöldi Reu­ters
Paris Hilton reyndi að sýna af sér kæti er hún …
Par­is Hilt­on reyndi að sýna af sér kæti er hún mætti á dans­leik­inn. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ert enn og aftur beðinn um að leysa klípu, en þér leiðist það. Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að viðhalda sambandi þínu og vina þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir