Margir hafa fallið fyrir auglýsingarherferð þar sem verið er að auglýsa gervisjúkdóm og gervilyf sem lækna á sjúkdóminn. En í raun og veru er um að ræða listaverkefni þar sem verið er að hæðast að markaðssetningu lyfjafyrirtækja víða um heim.
Auglýsingarherferðin er til sýnis á listasafni í New York og þá hefur verið búin til vefsíða þar sem lyfið „Havidol“ er kynnt. Þegar betur er að gáð má skilja nafnið á lyfinu sem „have it all“ eða „fáðu allt“. Þeir sem standa á bak við verkefnið segja það hafa farið fram úr öllum væntingum þar sem þúsundir manns hafa sett sig í samband við þau til þess að fá nánari upplýsingar um undralyfið.