Geir H. Haarde forsætisráðherra opnar formlega árlega ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðarsafni í Kópavogi klukkan 15 í dag.
Á sýningunni eru rúmlega 200 myndir eftir um 40 ljósmyndara og veitir Glitnir verðlaun fyrir bestu myndir ársins 2006 í níu flokkum og félagið í einum. Aukasýning verður í kjallara Gerðarsafns með myndum frá Kárahnjúkum og í tilefni sýningarinnar kemur út bókin Myndir ársins 2006 í samvinnu við Eddu útgáfu. Sýningin verður opin til og með 18. mars.