Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki

Eiríkur Hauksson mun keppna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þriðja …
Eiríkur Hauksson mun keppna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í þriðja skiptið í maí mbl.is/Eggert

Ei­rík­ur Hauks­son mun syngja fyr­ir Íslands hönd í for­keppni Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva sem fer fram 10. maí næst­kom­andi í Hels­inki í Finn­landi, sem er heima­land sig­ur­veg­ar­anna frá því í fyrra, Lordi. Lagið sem Ei­rík­ur syng­ur heit­ir „Ég les í lófa þínum" og er lagið eft­ir Svein Rún­ar Sig­urðsson en text­inn er eft­ir Kristján Hreins­son.

Ei­rík­ur keppti fyr­ir Íslands hönd í Söngv­akeppni evr­ópskra sjón­varps­stöðva árið 1986 er Íslend­ing­ar tóku þátt í keppn­inni í fyrsta skipti. Þá flutti Ei­rík­ur lagið Gleðibank­ann en lagið lenti í 16. sæti í keppn­inni. Ei­rík­ur tók þátt í sömu keppni fyr­ir Nor­egs hönd árið 1991 og verður þetta því í þriðja skiptið sem Ei­rík­ur kepp­ir í Söngv­akeppn­inni.

Níu lög keppt­ust um hylli áhorf­enda í kvöld en alls bár­ust 188 lög í keppn­ina í nóv­em­ber. Val­nefnd valdi svo lög­in 24 sem kepptu sín á milli á þrem­ur undar­úr­slita­kvöld­um en áhorf­end­ur sáu um að velja níu bestu lög­in sem kepptu í kvöld.

Í öðru sæti var lagið Eld­ur sem Friðrik Ómar flutti en feðgarn­ir Grét­ar Örvars­son og son­ur hans Kristján sömdu lagið og text­inn er eft­ir eig­in­konu Grét­ars, Ingi­björgu Gunn­ars­dótt­ur.

Í þriðja sæti var lagið Þú tryll­ir mig sem Haf­steinn Þórólfs­son flutti. Hann samdi jafn­framt text­ann við lagið og samdi lagið með Hann­esi Páli Páls­syni.

Lög­in sem tóku þátt í kvöld eru:
„Bjarta brosið"
Lag: Torfi Ólafs­son
Texti: Kristján Hreins­son
Flytj­andi: Andri Berg­mann

„Þú tryll­ir mig"
Lag: Haf­steinn Þórólfs­son
Texti: Haf­steinn Þórólfs­son og Hann­es Páll Páls­son
Flytj­andi: Haf­steinn Þórólfs­son

„Ég og heil­inn minn"
Lag: Dr. Gunni og Ragn­heiður Ei­ríks­dótt­ir
Texti: Dr. Gunni
Flytj­andi: Ragn­heiður Ei­ríks­dótt­ir

„Segðu mér"
Lag: Trausti Bjarna­son.
Texti: Ragn­heiður Bjarna­dótt­ir.
Flytj­andi: Jónsi

„Ég les í lófa þínum"
Lag: Sveinn Rún­ar Sig­urðsson.
Texti: Kristján Hreins­son.
Flytj­andi: Ei­rík­ur Hauks­son

„Eld­ur"
Lag: Grét­ar Örvars­son og Kristján Grét­ars­son.
Texti: Ingi­björg Gunn­ars­dótt­ir.
Flytj­andi: Friðrik Ómar

„Blóma­börn"
Lag: Trausti Bjarna­son
Texti: Magnús Þór Sig­munds­son
Flytj­andi Bríet Sunna Valdemars­dótt­ir.

„Hús­in hafa augu"
Lag: Þorm­ar Ingimars­son
Texti: Kristján Hreins­son
Flytj­andi Matth­ías Matth­ías­son.

„Áfram"
Lag: Bryn­dís Sunna Valdi­mars­dótt­ir og Sig­ur­jón Brink
Texti: Bryn­dís Sunna Valdi­mars­dótt­ir og Jó­hann­es Ásbjörns­son.
Flytj­andi Sig­ur­jón Brink.

Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki í vor
Ei­rík­ur Hauks­son verður full­trúi Íslands í Hels­inki í vor mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Þér verður treyst fyrir miklu leyndarmáli og mátt alls ekki bregðast því trausti. Mundu að ekki hafa allir sömu skoðanir á hlutunum og það ber líka að virða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka