Kínverska kvikmyndin Tuya's Marriage sem er leikstýrt af Wang Quan'an hlaut Gullbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlín í dag. Argentínski leikarinn Julio Chavez var valinn besti karlleikarinn fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni El Otro og þýska leikkonan Nina Hoss var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Yella.
Ísraelski leikstjórinn Joseph Cedar var valinn besti leikstjórinn fyrir kvikmyndina Beaufort.
Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst þann 8. febrúar en henni lýkur á morgun. Er þetta 57. skiptið sem hátíðin er haldin.