Kínverjar fagna áramótunum en á miðnætti var haldið upp á að ár svínsins væri runnið upp. Svínið á að veita gæfu og velmegun. Í ár er hins vegar ár gyllta svínsins sem einungis gerist á sextíu ára fresti.
Mikill fjöldi íbúa Kína er á faraldsfæti til þess að eyða áramótunum í faðmi fjölskyldunnar enda mesta hátíð ársins þar í landi.