Sérstakir rafrænir bíómiðar hafa verið teknir í notkun í Smárabíói, Regnboganum og Borgarbíói á Akureyri. Slíkir miðar eru keyptir á Netinu og fá bíógestir þá sent sérstakt strikamerki með MMS í farsíma.
Þegar í kvikmyndahúsið er komið þarf ekki að standa í röð heldur eingöngu að sýna starfsmanni við innganginn strikamerkið. Þessi þjónusta verður ókeypis á meðan hún er prófuð, en kostar svo 99 krónur eftir að prufutíma lýkur.
Hægt er að kaupa miða með þessum hætti á www.midi.is.