Hárgreiðslukona firrir sig ábyrgð á klippingu Britneyjar

Britney Spears eftir að hafa rakað á sér höfuðið.
Britney Spears eftir að hafa rakað á sér höfuðið. AP

Hár­greiðslu­kon­an Esther Tognozzi seg­ir söng­kon­una Brit­ney Spre­ars sjálfa hafa rakað á sér höfuðið á hár­greiðslu­stofu sinni þar sem hún hafi neitað beiðni henn­ar um að gera það fyr­ir hana. „Ég reyndi að telja hana af því og spurði hvort hún hefði ekki bara átt erfiðan dag en hún sagðist vera ákveðin í að losa sig við það allt," sagði Tognozzi í sjón­varps­viðtali sem sýnt var á CNN.

Þá seg­ir hún söng­kon­una hafa komið inn skömmu eft­ir lok­un og sagt vilja láta snoða sig. Hún hafi sagt eitt­hvað um að hún væri þreytt á að láta snerta sig og ein­ung­is sýnt til­finn­ing­ar er hún sagði að móður sinni yrði brugðið við þetta. Þá hafi hún gripið rak­hníf og rakað mest af hári sínu af á meðan Tognozzi ræddi við líf­verði henn­ar. Hún hafi því ein­ung­is aðstoðað við snyrt­ingu að rakstr­in­um lokn­um

Tognozzi sagði jafn­framt aðhár söng­kon­unn­ar hafi í raun verið mjög stutt og að hún hafi haft mikið af hár­leng­ing­um í því. Sér hafi því helst dottið í hug til að byrja með að þær væru of fast fléttaðar í og því vildi hún losna við þær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Það sem þú þarfnast til að vaxa í átt að óskum þínum, birtist þér nú um morguninn. Veittu því athygli hvernig þú kemur fram við aðra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
5
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka