Hárgreiðslukona firrir sig ábyrgð á klippingu Britneyjar

Britney Spears eftir að hafa rakað á sér höfuðið.
Britney Spears eftir að hafa rakað á sér höfuðið. AP

Hárgreiðslukonan Esther Tognozzi segir söngkonuna Britney Sprears sjálfa hafa rakað á sér höfuðið á hárgreiðslustofu sinni þar sem hún hafi neitað beiðni hennar um að gera það fyrir hana. „Ég reyndi að telja hana af því og spurði hvort hún hefði ekki bara átt erfiðan dag en hún sagðist vera ákveðin í að losa sig við það allt," sagði Tognozzi í sjónvarpsviðtali sem sýnt var á CNN.

Þá segir hún söngkonuna hafa komið inn skömmu eftir lokun og sagt vilja láta snoða sig. Hún hafi sagt eitthvað um að hún væri þreytt á að láta snerta sig og einungis sýnt tilfinningar er hún sagði að móður sinni yrði brugðið við þetta. Þá hafi hún gripið rakhníf og rakað mest af hári sínu af á meðan Tognozzi ræddi við lífverði hennar. Hún hafi því einungis aðstoðað við snyrtingu að rakstrinum loknum

Tognozzi sagði jafnframt aðhár söngkonunnar hafi í raun verið mjög stutt og að hún hafi haft mikið af hárlengingum í því. Sér hafi því helst dottið í hug til að byrja með að þær væru of fast fléttaðar í og því vildi hún losna við þær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka