Tölvuteiknimynd um þrumuguðinn Þór verður frumsýnd árið 2010, en það er íslenska fyrirtækið Caoz sem framleiðir. Um er að ræða gamansama ævintýramynd í fullri lengd, eða 90 mínútur. Hugmyndin að myndinni kviknaði árið 2003 og vinnsla hófst árið 2005 og því er um sjö ára ferli að ræða. Að sögn Hilmars Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Caoz, er áætlaður kostnaður við myndina um 1,4 milljarðar króna og gerir hann ráð fyrir að innan skamms muni um 120 manns vinna við hana. Einhverjir útlendingar verða ráðnir til verkefnisins en flestir teiknaranna verða þó íslenskir. Hilmar segir markað fyrir myndir af þessu tagi risastóran og eftir miklu að slægjast. Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.