Unnusta Rooney tjáir sig um vændiskonumálið

Coleen McLoughlin, unnusta breska fótboltakappans Wayne Rooney.
Coleen McLoughlin, unnusta breska fótboltakappans Wayne Rooney. DARREN STAPLES

Coleen McLoughlin, unnusta breska knattspyrnukappans Wayne Rooney hefur greint frá því hversu mikið henni varð um er greint var frá því opinberlega að Rooney væri reglulegur viðskiptavinur vændiskvenna. Þetta kemur fram á fréttavef Ananova.

Þegar sagan um Wayne og vændiskonurnar fór á kreik snérist líf mitt á hvolf. Ég sat inni heilu dagana og hugsaði ekki um annað en það að allur heimurinn væri á móti mér,” segir hún í nýrri ævisögu sinni Welcome To My World „Við Wayne vorum átján ára. Við höfðum verið saman í næstum tvö ár og vorum trúlofuð. Skyndilega greindu blöðin frá því að hann hefði átt fundi með vændiskonum í Liverpool frá því hann var sextán ára. Ég var svo miður mín að ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera. Sannleikurinn er sá, ég hef aldrei sagt þetta fyrr, að samband okkar var ekki komið á það stig á þessum tíma. Ég hafði aldrei sofið hjá Wayne. Ég var bara sextán ára og samband okkar var ekki þannig á þeim tíma.

Colleen segir þau hafa flutt til frændfólks síns eftir að málið komst í hámæli og að þar hafi þau endurbyggt sambandið með verslunarferðum og ferðum á ströndina. Þá segir hún þau enn hafa í hyggju að ganga í hjónaband og eignast börn saman en að henni finnist hún þó enn fullung til þess. „Sú reynsla sem við höfum gengið í gegn um saman, bæði í einkalífi og starfi, hefur neytt okkur til að fullorðnast hraðar en mörg pör á okkar aldri. Allt það sem við höfum gengið í gegn um hefur gert okkur nánari,” segir hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir