Eiríkur verður með í sjónvarpsþáttum um Söngvakeppnina

Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki í vor
Eiríkur Hauksson verður fulltrúi Íslands í Helsinki í vor mbl.is/Eggert

Eiríkur Hauksson átti fund í dag í Ríkisútvarpinu þar sem rætt var hvort hann tæki þátt í Inför E.S.C. samnorrænum sjónvarpsþáttum sem sænska sjónvarpið framleiðir, þar sem öll lögin sem taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru sýnd. Fyrir fundinn sagðist Eiríkur vera á báðum áttum um hvort hann ætti að taka þátt en nú er niðurstaðan komin og ljóst er að Eiríkur mun láta slag standa og vera með í Inför E.S.C.

„RÚV stendur með mér í þessu og við látum bara slag standa," sagði Eiríkur Hauksson í viðtali við Fréttavef Morgunblaðsins fyrir skömmu.

Eiríkur er meðvitaður um að það fylgi því ákveðin vandkvæði að hann skuli jafnframt vera einn af þátttakendunum í Söngvakeppninni. „Þetta verður vandmeðfarið en ég verð bara að höndla það og ég er búinn að ákveða vissa hluti. Það verður að sjálfsögðu að halda galsanum í þessu og auðvitað verður þetta létt og leikandi en ég reikna með að þurrka út núllið. Það er að mínu mati lágmarks kurteisi við keppendur," sagði Eiríkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka