Stjörnurnar Angelina Jolie og Brad Pitt eru sagðar hafa leitað til hjónabandsráðgjafa eftir nokkur alvarleg rifrildi þeirra á milli að undanförnu. Er ólík afstaða þeirra til hjónabands sögð einn helsti spennuvaldurinn í sambandi þeirra þar sem Pitt vilji ganga í hjónaband en Jolie ekki.
“Þetta er árið sem á eftir að ráða úrslitum. Þau verða að komast að niðurstöðu varðandi það til hvers þau geta ætlast hvort af öðru og það strax. Angelina þarf að gera sér grein fyrir því að Brad þarf stöðugleika og Brad þarf að læra að lifa með miklum metnaði hennar sem góðgerðarsendiherra,” segir ónefndur vinur þeirra í samtali við tímaritið Grazia
“Fjölskylda Brads skilur ekki að þau skuli ekki hafa gengið í hjónaband fyrir löngu en Angelina vill ekki festa rætur og verða húsmóðir. Móðir hennar heitin átti stóran þátt í því að þau leituðu sér aðstoðar. Marcheline sýndi henni fram á að það væri kannski ekki svo slæm hugmynd að reyna hjónaband.
Þá segir vinurinn að um mjög alvarleg rifrildi hafi verið að ræða en að þau vilji allt til vinna til að bjarga sambandi sínu enda eigi þau þrjú börn en það hafi þau ekki átt er þau slitu fyrri hjónaböndum sínum.