Kevin Federline, fyrrum eiginmaður söngkonunnar Britney Spears, mun koma fyrir dómara í dag vegna kröfu sinnar um að forræðismál vegna sona þeirra tveggja fái flýtimeðferð. “Eftir því sem við best vitum mun hann vera þar en hún ekki,” segir Allan Parachini, talsmaður réttarins. “Það er þó allt mögulegt.”
Spears og Federline hafa bæði farið fram á fullt forræði yfir drengjunum, sem eru á fyrsta og öðru ári, en samkvæmt bráðabrigðaúrskurði í málinu fara þau tímabundið með sameiginlegt forræði yfir þeim.
Spears hefur vakið mikla athygli að undanförnu og er hún sögð hafa skráð sig út af meðferðarstofnun í gær innan við sólarhring efir að hún skráði sig þar inn og mun það vera í annað skipti á einni viku sem hún dvelur innan við sólarhring á slíkri stofnun. Dan Dymtrow, umboðsmaður Federline, segir hann þó ekki ætla að tjá sig um mál fyrrum eiginkonu sinnar að svo stöddu.