Kevin Federline, fyrrum eiginmaður bandarísku söngkonunnar Britney Spears, hefur fallið tímabundið frá kröfu sinni um að forræðismál vegna tveggja ungra sona þeirra fái flýtimeðferð eftir Britney skráði sig inn á meðferðarstofnun. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Federline hafði farið fram á flýtimeðferð í málinu eftir að Britney hætti tvisvar á einni viku í meðferð innan við sólarhring eftir að meðferðin hófst. Átti hann að mæta fyrir dómara vegna málsins í gær en lögfræðingur hans afboðaði komu hans. „Kevin mun halda áfram að vera einbeittur faðir sem tekur virkan þátt í umönnun barna sinna,” sagði lögfræðingurinn Mark Vincent Kaplan.