107 ára Hong Kong-búi, Chan Chi, telur ekki ólíklegt að skírlífi eigi þátt í því að hann hafi náð svo háum aldri. Chan á erfiðara með að standast tóbak og fær sér enn sígarettu af og til. Hann hefur ekki stundað kynlíf í um 80 ár.
,,Ég veit ekki af hverju ég hef lifað svona lengi," segir Chan í samtali við South China Morning Post. ,,Ef til vill er það vegna þess að ég hef lifað kynlífslausu lífi í mörg ár... frá því ég var þrítugur," segir Chan. Eiginkona hans lést í seinni heimsstyrjöldinni.
Chan starfaði áður sem kokkur og segir fitulítið fæði og líkamsrækt að morgni dags einnig hafa haldið honum á lífi. Chan segir tóbak hafa freistað hans meir en kynlíf. Hann leggur til að sígarettureykingar verði bannaðar með öllu svo hann geti hætt að reykja. Reuters segir frá þessu.