Svíar svipta hulunni af dönskum konunglegum manndómi

Friðrik krónprins Dana.
Friðrik krónprins Dana. Reuters

Danir hafa orð á sér fyrir að frjálslyndi en þeir virðast samt á báðum áttum yfir því hvernig bregðast eigi við myndum, sem sænska vikublaðið Se og Hör birti af Friðrik krónprins Dana þar sem hann er að bæta vatni í Atlantshafið.

Ekstra-Bladet segir frá þessu í dag og virðist nokkuð létt yfir því, að prinsinn sé eðlilegur velskapaður karlmaður sem þurfi ekkert að skammast sín.

Myndirnar munu hafa verið teknar þar sem prinsinn var í fríi á Flórída og sigldi á seglbáti sínum. Þær birtust fyrir mánuði í norska blaðinu Se & Hør en þar hafði verið sett kóróna á hernaðarlega mikilvæga staði á myndunum. Í sænska blaðinu er prinsinn hins vegar kórónulaus.

Ekstra-Bladet segir, að danska Billed-Bladet sé áskrifandi að myndaþjónustunni sem dreifði myndunum en Annemette Krakau, aðalritstjóri, ákvað að birta þær ekki og segir að það séu takmörk fyrir því hvað hægt sé að bjóða lesendum blaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan