Norsku málverki með álímdum 100 norskum þúsundkrónaseðlum var stolið í Ósló um helgina. Höfundur verksins er listmálarinn Jan Christensen, en rúm milljón íslenskra króna fór í verkið í bókstaflegum skilningi miðað við gengi norsku krónunnar í dag.
Málverkið er 2x4 metrar að stærð og ber nafnið Afstætt verðmat og var til sýnis í MGM listhúsinu í Ósló. Ræningjar brutust þar inn aðfararnótt gærdagsins með því að brjóta rúðu og skáru strigann af verkinu þannig að blindramminn einn stóð eftir.
Eigandi sýningarhússins segir þjófana hafa verið svo almennilega að taka strigann af blindrammanum. Öryggisverðir komu nokkrum mínútum of seint því þjófarnir voru á bak og burt.