Scorsese fékk loks Óskarinn

00:00
00:00

Kvik­mynd­in The Depar­ted í leik­stjórn Mart­in Scorsese fékk Óskar­sverðlaun­in í ár sem besta mynd­in, þá fékk breska leik­kon­an Helen Mir­ren verðlaun sem besti kven­leik­ar­inn fyr­ir frammistöðu sína í kvik­mynd­inni The Qu­een. For­est Whita­ker hlaut hins veg­ar verðlaun­in í flokki karlleik­ara fyr­ir túlk­un sína á ein­ræðis­herr­an­um Idi Amin í kvik­mynd­inni The Last King of Scot­land.

Scorsese hafði áður verið til­nefnd­ur fimm sinn­um fyr­ir kvik­mynd­ir sín­ar, en þetta eru fyrstu Óskar­sverðlaun­in sem hann hlýt­ur.

Þá var tón­skáldið Ennio Morrico­ne heiðraður fyr­ir ævi­starf sitt við gerð kvik­mynda­tón­list­ar,

Banda­ríska leik- og söng­kon­an Jenni­fer Hudson fékk Óskar­inn fyr­ir leik í auka­hlut­verki fyr­ir mynd­ina Dream­gir­ls og Alan Ark­in fékk einnig verðlaun fyr­ir besta leik­inn í auka­hlut­verki fyr­ir frammistöðu sína í mynd­inni Little Miss Suns­hine. Mynd­in An Incon­venient Truth, sem Al Gore, fyrr­um vara­for­seti Banda­ríkj­anna, gerði um um­hverf­is­mál, var val­in besta heim­ild­ar­mynd­in. Þýska mynd­in Das Le­ben der And­eren var val­in besta er­lenda mynd­in en mynd­in Pan's La­byr­inth, sem keppti einnig í þeim flokki, fékk verðlaun fyr­ir förðun og list­ræna stjórn­un. Tölvu­teikni­mynd­in Happy Feet var val­in besta teikni­mynd­in.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú getur komið miklu í verk á heimilinu í dag. Gefðu þér því tíma til að sinna því og sjáðu, hvað allt verður auðvelt á eftir. Ein góð hugmynd getur frelsað þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell