Andlit pítsukeðju með ofnæmi fyrir pítsum

Jessica Simpson.
Jessica Simpson. Reuters

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson er andlit flatbökukeðjunnar Pizza Hut og kemur fram í auglýsingum fyrirtækisins. En nú er komið í ljós að Simpson hefur ofnæmi fyrir hráefnunum í pítsum.

Simpson upplýsir í viðtali við tímaritið Elle, að hún hafi ofnæmi fyrir hveiti, osti og tómötum. Hún fékk innvortis blæðingar árið 2006 og átti á hættu að fá magasár og í ljós kom að blæðingarnar stöfuðu af ofnæmi fyrir mikilvægasta hráefninu í pítsum.

Simpson hefur einnig ofnæmi fyrir eldpipar, maís, kaffi og súkkulaði.

Jessica Simpson kom síðast fram í auglýsingu fyrir Pizza Hut í vetur og var auglýsingin sýnd í tengslum við úrstitaleik Super Bowl.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar