Bobby Brown dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir meðlagsskuldir

Bobby Brown.
Bobby Brown. AP

Söngv­ar­inn Bobby Brown hef­ur verið dæmd­ur til 30 daga fang­elsis­vist­ar vegna van­skila á meðlags­greiðslum. Brown skuld­ar 19.000 doll­ara í meðlag, rúm­ar 1,2 millj­ón­ir króna. Brown stend­ur nú í skilnaðar­máli við eig­in­konu sína Whitney Hou­st­on. Hann var hand­tek­inn um helg­ina þegar hann var að heim­sækja dótt­ur sína í Massachusetts.

Hand­töku­heim­ild var gef­in út í októ­ber á hend­ur Brown þar sem hann mætti ekki fyr­ir rétt í heyrn­ar­máli vegna þess­ara skulda. Meðlagið skuld­ar hann barn­s­móður tveggja barna sinna, Kim Ward. Lögmaður Brown, Phaedra Parks, seg­ir meðlags­sam­komu­lag hafa verið gert þegar Brown var söng­stjarna. Nú eigi að þvinga hann til að standa skil þó hann sé ekki stjarna leng­ur og eigi erfitt með að finna sér vinnu.

Brown hóf söng­fer­il­inn með hljóm­sveit­inni New Ed­iti­on og hóf síðar sóló­fer­il. Hann hlaut eitt sinn Grammy-tón­list­ar­verðlaun og var vin­sæl popp­stjarna á ní­unda ára­tug sein­ustu ald­ar. BBC seg­ir af þessu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þegar þú þekkir og fylgir forgangsröðuninni þinni, gengur allt sem smurt. Mikil ákefð getur búið undir sakleysislegu yfirbragði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þegar þú þekkir og fylgir forgangsröðuninni þinni, gengur allt sem smurt. Mikil ákefð getur búið undir sakleysislegu yfirbragði.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver