Ölvaður gestur eyðilagði afmæli Parísar

París á skíðum í austurrísku ölpunum fyrr í mánuðinum.
París á skíðum í austurrísku ölpunum fyrr í mánuðinum. Reuters

París Hilton brast í grát yfir afmæliskvöldverði sínum þegar einn gestanna gerðist ofurölvi og tók að svívirða aðra afmælisgesti.

París hélt upp á 26. afmælisdaginn sinn með málsverði og víni á Prime Grill veitingastaðnum í Beverly Hills.

Veislan fór vel fram uns vinur hennar, Brandon Davies, hafði fengið sér einum of mikið í glas og fór að henda blómum og frauðplasti í gestina, einkum American Idol-dómaranum Paulu Abdul.

Svo fór Brandon að bulla með arabískum hreim til að gera grín að sýrlenskum uppruna Paulu.

Til hafði staðið að Paula myndi syngja afmælissönginn fyrir Parísi, en söngkonunni var svo misboðið að hún yfirgaf veisluna í fússi.

Þá snéri Brandon sér að öðrum gesti, Courtney Love, sem var í veislunni ásamt 14 ára dóttur sinni. Brandon lyfti Courtney og hreyfði sig líkt og hann ætti í mökum við hana.

Courtney var ekki skemmt og hvarf á braut með dóttur sína.

Brandon velti um vínglösum og kertastjökum og reyndi síðan að ná taki á rándýrri hálsfesti sem París hafði fengið lánaða fyrir kvöldið.

Öryggisverðir fylgdu honum til dyra, en eftir sat París tárvot.

Brandon er sonur olíuauðjöfurs. Fjölskylda hans fyrirskipaði honum í fyrra að fara í afvötnun, en hann vann sér það til frægðar að kalla Lindsay Lohan opinberlega „eldklofið“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir