Spænskir karlar í konuleit

Piparsveinar í þorpinu Hoyocasero brugðu á það ráð að auglýsa eftir konum á netinu og bjóða yfir 100 þeirra í heimsókn, í von um að festa ráð sitt og í framhaldinu fjölga bæjarbúum. Um 150 karlar tóku þátt í þessu átaki, ekki aðeins íbúar Hoyocasero heldur einnig smáþorpum í nágrenninu.

Konurnar sem slógu til eru bæði frá Spáni og löndum Rómönsku Ameríku. Eins og sjá má á myndskeiðinu var þar slegið upp ágætis balli undir berum himni og ekki annað að sjá en vel hafi farið á með kynjunum. Ungir Spánverjar streyma úr þorpum til borga í von um betri atvinnutækifæri og blasir því við að þorp leggist í eyði. Helsta atvinnugrein íbúa Hoyocasero er nautgriparækt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka