Þýsk heimildarmynd tekin upp á Steingrímsfjarðarheiði

Þýskt kvikmyndatökulið mun taka upp atriði í heimildamynd í snjónum uppi á Steingrímsfjarðarheiði á morgun. Myndin sem heitir Nóttin langa (Die Längste Nacht) á að gerast haustið 2007 í Evrópu eftir að loftsteinn á stærð við þann sem útrýmdi risaeðlunum á sínum tíma hefur hrapað á jörðina og fimbulvetur skollið á. Þetta kemur fram á Bæjarins besta.

Þá leitar Leikfélag Hólmavíkur að aukaleikurum til að taka þátt í kvikmyndatökunum en þörf er á um 25 Íslendingum á öllum aldri aukahlutverk.

Munu þeir leika Evrópubúa sem hafa verið á flótta í nokkrar vikur og ráfa yfir snjóbreiðuna á heiðinni. Mun handknúinn járnbrautarvagn einnig koma nokkuð við sögu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir