Veruleikaþættir um Beckhamhjónin í Hollywood

Viktoría kemur til veislu í Hollywood á sunnudaginn.
Viktoría kemur til veislu í Hollywood á sunnudaginn. Reuters

Sjón­varpsþáttaröð verður gerð um bú­ferla­flutn­inga Vikt­oríu og Davíðs Beckham frá Evr­ópu til Am­er­íku. Fram­leiðand­inn er Simon Fuller, maður­inn á bak við American Idol.

Vanity Fair grein­ir frá þessu í dag.

Sjón­varps­stöðin NBC hef­ur gert samn­ing um sex hálfr­ar klukku­stund­ar­langa þætti, sem ekki verða gerðir sam­kvæmt hand­riti, þar sem sýna á og segja frá öllu sem því fylg­ir þegar stjörn­ur flytja „stuðningsnet“ sitt, þ.á m. fjöl­miðlafull­trú­ann, stíl­ist­ann og einkaþjón­inn, milli heims­álfa, og kaupa sér nýtt hús og bíl, svo fátt eitt sé nefnt.

Þætt­irn­ir verða hugs­an­lega sýnd­ir í sum­ar, að því er blaðið seg­ir.

Fuller var fram­kvæmda­stjóri Kryddpí­anna á sín­um tíma, og seg­ist lengi hafa haft áhuga á að búa til sjón­varpsþætti sem byggðir væru á lífi Vikt­oríu. Sjálf hef­ur hún sagst ánægð með samn­ing­inn og að hún hlakki til að starfa á ný með Fuller.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Enginn er alvitur og þú eins og aðrir verður að viðurkenna að stundum hefur þú á röngu að standa. Stundum verður maður að leggja eitthvað á sig til að vináttan fái notið sín.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Loka