Hroki og hleypidómar uppáhaldsbók breskra lesenda

Colin Firth í hlutverki Darcys.
Colin Firth í hlutverki Darcys.

Hroki og hleypidómar eftir Jane Austen er í efsta sæti á lista yfir 100 uppáhaldsbækur breskra lesenda, og þykir listinn benda til að klassískar skáldsögur séu lesendum kærari en nýrri bækur.

Harry Potter-bækurnar eru í fjórða sæti á listanum, en í öðru sætinu er Hringadróttinssaga Tolkiens.

Í þriðja sætinu er Jane Eyre eftir Charlotte Bronte, og Wuthering Heights, eftir Emily systur hennar er númer sjö og 1984 eftir Orwell í því áttunda.

Það voru alls um tvö þúsund lesendur sem völdu á listann í könnun sem gerð var á Netinu.

Bæði Biblían og verk Shakespears komust á listann, en nýjar metsölubækur eins og Da Vinci-lykillinn og Flugdrekahlauparinn eru hvergi nærri toppi listans, þótt þær komist á hann.

Hroki og hleypidómar komu fyrst út 1813.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup