„Ekkert nema músík og gleði“

Það má með sanni segja að efnt verði til söngveislu annað kvöld þegar stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna, og söngkonan Eivör Pálsdóttir munu leiða saman hesta sína í Háskólabíói.

Með þeim spilar stór hópur hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, alls 40 manns, auk þess sem 60 söngvarar úr Selkórnum syngja með. Yfirskrift tónleikanna er „Heyr mitt ljúfasta lag“.

Við litum inn á æfingu hjá Ragnari og Eivöru í dag og heyrðum í þeim hljóðið, en Ragnar sagði að „ekkert nema en músík og gleði“ muni ráða ríkjum í Háskólabíói annað kvöld.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20 í Háskólabíó. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á www.midi.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir