Framlagi Ísraela hugsanlega vísað úr Eurovision

Talað var um það á síðasta ári að íslenska keppandanum …
Talað var um það á síðasta ári að íslenska keppandanum Silvíu Nótt yrði hugsanlega vísað úr keppni vegna blótsyrða. Reuters

Forsvarsmenn Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva Eurovision hafa varað við því að hugsanlegt sé að framlagi Ísraela til keppninnar í ár verði vísað úr keppninni vegna óviðeignandi pólitískra yfirlýsinga. Lagið, sem er í flutningi hjómsveitarinnar Teapacks, heitir Push the Button, og fjallar um ógnir kjarnorkuvæðingar þar er m.a talað um djöfullega og brjálaða ráðamenn sem eigi eftir að “sprengja okkur öll í loft upp.” Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Lagið er sungið á ensku, frönsku og hebresku og þykir vísa til Mahmoud Ahmadinejad Íransforseta og meintar kjarnorkuvopnavæðingar írönsku þjóðarinnar.

Einu lagi hefur þegar verið vísað úr keppninni en það var framlag Búlgaríu. Var því vísað úr keppni eftir að í ljós kom að um stolið ísraelskt lag var að ræða en í búlgörsku útgáfunni var jafnvel hebreska viðlaginu haldið á því tungumáli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir