Grísir skelfdu Viktoríu Beckham

Viktoría Beckham.
Viktoría Beckham. Reuters

Fregnir herma að tveir geltir hafi gert sér dælt við Viktoríu Beckham þegar hún var að skoða skóla fyrir syni sína í Los Angeles.

Viktoría hefur undanfarið verið að skoða bestu einkaskólana í Hollywood til að skrá synina þrjá í þegar fjölskyldan flyst vestur um haf í sumar.

National Enquirer segir frá því að þegar Viktoría var að skoða einn skólann hafi tveir geltir farið að gera sér dælt við hana og hafi hún flúið af vettvangi skelfingu lostin.

„Viktoría var að skoða vísindakennslustofu þegar tvö vambsvín sem fá að ganga þar laus fóru að þefa af henni. Hún æpti: Fariði burt með þau! og reyndi að hlaupa í burtu á háu hælunum. Þetta var alveg drepfyndið, en allir reyndu að halda niðri í sér hlátrinum,“ hefur tímaritið eftir heimildamanni.

Sumir foreldrar barnanna í skólunum sem Viktoría hefur verið að skoða eru sagðir dauðskelkaðir vegna sjónvarpsmyndatökuliðsins og ljósmyndaranna sem fylgi Viktoríu hvert fótmál.

Heyrst hefur að Viktoríu lítist einna best á kaþólskan skóla í Bel Air.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio