Berrassaðir í líkamsrækt

Nokkrir þeirra, sem mættu í klæðlausa tímann í dag.
Nokkrir þeirra, sem mættu í klæðlausa tímann í dag. AP

Bryddað var upp á nýjung í hollenskri líkamsræktarstarfsemi í dag þegar Fitworld líkamsræktin í bænum Heteren bauð upp á fyrsta klæðlausa tímann. Þetta vakti talsverða athygli og fylgdist stór hópur blaðamanna, ljósmyndara og sjónvarpstökumanna með nokkrum berrössuðum karlmönnum á miðjum aldri puða í æfingartækjunum en einhverra hluta vegna mættu engar konur í tímann.

„Það eru ýmsir hlutir sem gaman er að gera og ef maður er nektarsinni þá finnst manni enn betra að gera þessa hluti klæðlaus," sagði Ron van der Putten, sem ók í rúman klukkutíma til að geta nýtt sér nektartímann.

Patrick de Man, eigandi Fitworld, sagðist hafa fengið hugmyndina frá tveimur föstum viðskiptavinum líkamsræktarinnar, sem spurðu hvers vegna væru aðskilin búningsherbergi fyrir kynin. Hugmyndin þróaðist áfram og loks ákvað de Man að bjóða upp á klæðlausa sunnudaga. Nú hafa nærri 100 manns skráð sig í sunnudagstímana, langflestir karlmenn en þó er tæpur tugur kvenna þar á meðal.

Karlmaður, sem situr í bæjarstjórn Heteren, mætti í líkamsræktina í dag og klippti á táknrænan borða. Hann var þó klæddur jakkafötum að hætti stjórnmálamanna.

Heteren er um 100 km austur af Amsterdam og þar búa 5100 manns. Að sögn heimamanna hefur hugmyndinni verið vel tekið í bænum. Líkamsræktarstöðin er í iðnaðarhverfi í útjarði bæjarins. Starfsmenn og aðstoðarmenn klæddust í dag svuntum með stórri mynd af nöktum líkama.

Þeir sem vilja nota tækin naktir verða að setja handklæði á seturnar og einnota hlífar á sæti æfingahjólanna. Þá eru tækin hreinsuð vel og vandlega í lok tímanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar