Jesús Kristur lifir og býr í Burnley skammt norðan við Manchester. Hann er 67 ára og hét áður John Birtwhistle. „Fólk heldur að ég sé klikk,” sagði Jesus Christ sem skipti um nafn fyrir tíu árum og er eins og vera ber, bæði með sítt hár og skegg.
Götublaðið The People skýrði frá því að nýja nafnið hafi breytt lífi hans. „Það breytti lífi mínu. Ég hætti að drekka, reykja og borða kjöt,” sagði Christ í viðtalinu. „Ég fékk meira að segja lækningarmátt. Sumir telja mig vera galinn en þeir mega trúa hverju sem þeir vilja. Aðalmálið er að ég veit hver ég er,” sagði Jesus Christ í viðtali við The People.