Blöð í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa greint frá því að bandaríska söngkonan Britney Spears hafi skrifað töluna 666 á krúnurakað höfuð sitt og hlaupið um Promises meðferðarstofnunina í Malibu í Kaliforníu grátandi og hrópandi: „Ég er Anti-Kristur.” Skömmu eftir að hún innritaði sig á stofnunina. „Starfsfólkið vissi ekki hvað það átti að gera. Hún hrópaði líka. Ég er svikin vara, ég er svikin vara. Þetta hlýtur að hafa verið mjög ógnverkjandi,” segir ónefndur heimildarmaður NewsoftheWorld.
Þá er söngkonan sögð hafa reynt að fyrir fara sér síðar sama kvöld. „Hún batt lak um háls sér og festi það í ljósakrónu. Sjúkraliðar voru kallaðir til en hún var sem betur fer ómeidd,” segir sami heimildarmaður. „Þegar hún reyndi að fyrirfara sér var það bara hróp á hjálp.”
Jason Alexander, sem var kvæntur Britney í 55 klukkustundir nokkrum mánuðum áður en hún giftist Kevin Federline, tekur í sama streng og segir augljóst að Britney hafi verið að hrópa á hjálp er hún rakaði nýlega af sér allt hárið. Skömmu eftir það var hún innrituð á meðferðarstofnunina.
Söngkonan mun hafa róast eftir fyrstu dagana í meðferðinni og eru heimsóknir Federline, fyrrum eiginmanns hennar, sagðar eiga stóran þátt í því. „Kevin hefur verið alger klettur fyrir hana og hún hefur loks ákveðið að gefa hjónabandi þeirra annað tækifæri. Hún hélt að öllu væri lokið á milli þeirra vegna skemmtana og veðmálafíknar hans. Henni fannst hann hafa yfirgefið hana þannig að hún þyrfti að ala upp tvö börn þeirra ein síns liðs en Kevin er eins og annar maður. Hann hefur aldrei verið jafn umhyggjusamur. Hann hefur virkilegar áhyggjur af Britney. Hann hefur verið klettur Britneyjar á þessum erfiðu tímum og hún vill gefa honum annað tækifæri."