Britney sögð hafa reynt að fyrirfara sér

Britney með fyrrum eiginmanni sínum Kevin Federline fyrir þremur árum.
Britney með fyrrum eiginmanni sínum Kevin Federline fyrir þremur árum. Reuters

Blöð í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um hafa greint frá því að banda­ríska söng­kon­an Brit­ney Spe­ars hafi skrifað töl­una 666 á krúnurakað höfuð sitt og hlaupið um Promises meðferðar­stofn­un­ina í Mali­bu í Kali­forn­íu grát­andi og hróp­andi: „Ég er Anti-Krist­ur.” Skömmu eft­ir að hún inn­ritaði sig á stofn­un­ina. „Starfs­fólkið vissi ekki hvað það átti að gera. Hún hrópaði líka. Ég er svik­in vara, ég er svik­in vara. Þetta hlýt­ur að hafa verið mjög ógn­verkj­andi,” seg­ir ónefnd­ur heim­ild­armaður New­soft­heWorld.

Þá er söng­kon­an sögð hafa reynt að fyr­ir fara sér síðar sama kvöld. „Hún batt lak um háls sér og festi það í ljósakrónu. Sjúkra­liðar voru kallaðir til en hún var sem bet­ur fer ómeidd,” seg­ir sami heim­ild­armaður. „Þegar hún reyndi að fyr­ir­fara sér var það bara hróp á hjálp.”

Ja­son Al­ex­and­er, sem var kvænt­ur Brit­ney í 55 klukku­stund­ir nokkr­um mánuðum áður en hún gift­ist Kevin Federl­ine, tek­ur í sama streng og seg­ir aug­ljóst að Brit­ney hafi verið að hrópa á hjálp er hún rakaði ný­lega af sér allt hárið. Skömmu eft­ir það var hún inn­rituð á meðferðar­stofn­un­ina.

Söng­kon­an mun hafa ró­ast eft­ir fyrstu dag­ana í meðferðinni og eru heim­sókn­ir Federl­ine, fyrr­um eig­in­manns henn­ar, sagðar eiga stór­an þátt í því. „Kevin hef­ur verið al­ger klett­ur fyr­ir hana og hún hef­ur loks ákveðið að gefa hjóna­bandi þeirra annað tæki­færi. Hún hélt að öllu væri lokið á milli þeirra vegna skemmt­ana og veðmálafíkn­ar hans. Henni fannst hann hafa yf­ir­gefið hana þannig að hún þyrfti að ala upp tvö börn þeirra ein síns liðs en Kevin er eins og ann­ar maður. Hann hef­ur aldrei verið jafn um­hyggju­sam­ur. Hann hef­ur virki­leg­ar áhyggj­ur af Brit­ney. Hann hef­ur verið klett­ur Brit­n­eyj­ar á þess­um erfiðu tím­um og hún vill gefa hon­um annað tæki­færi."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þær hugmyndir sem þú færð í dag geta bætt fjárhag þinn og orðstýr. Hugsanir þínar koma jafnvel þér á óvart. Byrjaðu að undirbúa þig undir komandi átök.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir